laugardagur, 13. mars 2004

Magakveisa eftir Mamas Tacos

Ég, Bjarni, Henrik og Tómas borðuðum á Mama's Tacos á fimmtudaginn. Það var ansi langt síðan ég borðaði þar síðast enda hefur þessi staður verið á hraðri niðurleið og viðskiptin hafa minnkað töluvert hefur manni sýnst. Við fengum allir heiftarlega magakveisu eftir að hafa étið þarna og þrír okkar vöknuðu nóttina eftir með þetta helvíti í maganum og svo var bara klósarinn (þ.e. settið, þ.e klósettið). Á föstudaginn var ég að drepast í maganum í skólanum en þraukaði þó daginn. Fór í körfuboltaprófið og náði fimm sem er alveg ömurlegt. Svo tók ég armbeygjuprófið og náði skitnum fimmtán armbeygjum og kenni ég Mamas Tacos alfarið um það. En það er held ég annað tækifæri í næstu viku.

Magakveisan er að mestu horfin núna, þannig hún stóð bara einn dag en mér er sama, þetta er ekki það sem ég sækist efir frá skyndibitastöðum.

Það þarf að senda heilbrigðiseftirlitið á þetta.

Nýja slagorðið:
Mamas Tacos - látið meltingarfærin snúast.

Það er kannski óþarfi að taka það sérstaklega fram en ég mun ekki versla oftar þarna. Enda fer þetta væntanlega bráðum á hausinn.