þriðjudagur, 9. mars 2004

Biggi í Maus heldur ekki vatni yfir myndinni School of Rock í Fréttablaðinu í dag. Biggi er einn af fáum blaðagagnrýnendum sem mark er takandi á þannig að kannski er myndin ekki jafn léleg og ég hef gert mér í hugarlund. Jack Black aðalleikari er líka magnaður. Kannski að maður skelli sér á þessa mynd. Ótrúlegt hve mikið hefur verið af góðum myndum í bíó undanfarið. Það var líka helvítis gúrkutíð í bíó á undan því.