miðvikudagur, 31. mars 2004

Spaugstofan síðast var töluvert yfir meðallagi. Gaman að prestunum sem spiluðu ofbeldisleikinn Passion of The Christ sem var byggður á samnefndri mynd. Síðan sagði einn presturinn eftir að hafa spilað leikinn: "ég hef bara ekki skemmt mér svona vel síðan ég lamdi fermingardrenginn hérna um árið". Það var einmitt skot á séra Valgeir í Seljakirkju sem var í fréttum um daginn fyrir að tuska fermingardreng, sem var óþægur að hans mati, til. Hann var síðan kærður af föður fermingardrengsins og verður drengurinn víst ekki fermdur af séra Valgeiri. Séra Valgeir fermdi mig einmitt, reyndar sem Guðmund Frímann en ekki Guðmund Friðrik við lítinn fögnuð viðstaddra ættingja. Um daginn var síðan annar prestur í fréttum en það var barnaklámsprestur. Það er alveg merkilegt þegar þessir menn sem eiga að heita æðstu þjónar guðs verða uppvísir að svona löguðu. Skuggalegt líka þegar svona er farið að gerast hér á Íslandi, sem hefur bara þekkst erlendis hingað til.