sunnudagur, 28. mars 2004

Gagnrýni: Þetta er allt að koma

Fór á leikritið Þetta er allt að koma á föstudagskvöld. Sviðsmynd var mjög skemmtileg og flestir leikarar stóðu sig vel, en ekki allir. Stúlkurnar þrjár, vinkonur aðalpersónunnar voru verulega ofleiknar. Það skemmdi fyrir heildarútkomunni. Ólafía Hrönn var mjög góð í aðalhlutverkinu, en hún lék einnig fleiri hlutverk. Kórstjórinn og femínistinn var líka vel leikinn. Athyglisverð persóna. Já, það léku allir bara nokkuð vel nema þessar sem léku vinkonurnar.

Þetta var verra en Erling. Ég held líka að það sé besta íslenska leikrit sem ég hef séð. Litla hryllingsbúðin í Borgarleikhúsinu um árið var líka mjög fínt. Það verður samt að segjast eins og er að íslenskt leikhús er oft bara mjög lélegt, þannig að Jón Viðar (leikhúsgagnrýnandinn sem taldi flest klént) var ekki að segja neina vitleysu. Íslenskar kvikmyndir standast hins vegar oft samanburð við það sem gerist erlendis.

Ég ætla að gefa þessu stykki 8,0 af 10.