sunnudagur, 14. mars 2004

Skattaskýrsla - hagnaður ársins 2003 lítill

Ég þarf sjálfur að fylla út skattaskýrsluna mína í ár. Ég sá á samanburði á skýrslunni í fyrra að staða á reikningum mínum er ekki nema 5000 krónum betri í lok árs 2003 heldur en í lok árs 2002, þrátt fyrir að ég hafi unnið eins og hestur síðasta sumar. Ég sá líka á reikningsyfirlitunum frá bankanum að ég hef eytt eins og svín. Svo er maður ekkert alveg viss um í hvað allir þessir peningar fóru, örugglega aðallega einhverja vitleysu: skólagjöld, bókakostnað, bílpróf, strætókort...jú, svo fór eitthvað í algjöra vitleysu eins og skyndibita, öl, bíóferðir og fleira.

Déskotinn, svo er rándýr útskriftarferð í sumar. Ég ætla samt að halda mínu prinsippi og vinna ekki með skóla, það er algjört rugl. Það er hins vegar ljóst að ég verð að vinna eins og uxi í sumar til að hafa í mig og á.

Spurnig hvort Hagnaðurinn hafi skilað miklum hagnaði 2003. Hahaha