sunnudagur, 28. mars 2004

Yfirlýsing gestabloggara


Ég sem gestabloggari á Shish Kebab tel mig ekki hafa farið yfir nein siðferðismörk með skrifum mínum hér. Ég skrifaði sem fyrirsögn „Jónsi í Í svörtum fötum látinn í bílslysi“ svo það kæmi á rss-molasíðuna. Slíkt vekur athygli. En ef lesendur skoðuðu alla færsluna stóð fyrir neðan fyrirsögnina „Nei, nei, bara grín.“ Ef ég móðgaði einhvern með þessum skrifum biðst ég ekki afsökunar. Lifi málfresli. Þar sem ég er undir strangri ritskoðun Guðmundar verð ég þó að gæta hófs í skrifum mínum á næstunni. Ég er á skilorði.