föstudagur, 10. september 2004

Busaballið

Busaballið var fínt. Partýið fyrir var þó skemmtilegra. Það var haldið hjá nafna og var besta sem þar hefur verið, en þangað hafa ófá partý verið sótt. Sambrúkka er ógeðslegur drykkur. Allir áfengir drykkir með sælgætisbragði eru sull. Karamellulíkjör, lakkrísvodki og slíkt ekki vinsælt. Ákavítisstaup kemur sterkt inn. En nóg um drykkjusiði.

Bekkurinn virðist vera helvíti fínn svona við fyrstu sýn. Ótrúlegt samt hvað eitt fífl getur skemmt bekk mikið. En það var sem betur fer ekkert fífl mætt í partýið.

Bekkirnir sem ég lendi í virðast fara batnandi með árunum. Þriðji bekkur E var ekki sérstaklega skemmtilegur. Þar hópaði fólk sig saman í litla hópa og bekkjarandi var nánast enginn. Lélegur mórall. Samt slatti af skemmtilegu fólki.