mánudagur, 6. september 2004

Sunnudagsgöngutúr

Þegar ég rölti um Austurstræti í gær var þar maður sem gekk í hægðum sínum. Tók fram úr honum. Hann kallaði á eftir mér "Bíddu er ekki sunnudagur í dag?". Sneri mér við "Jú". Þá sagði maðurinn: "Já, þá þarf ég að fara að borga meðlagið".

Af hverju maðurinn sagði mér þetta veit ég ekki. En að stoppa ókunnugan mann úti á götu og segja óspurðar fréttir er fimm stjörnu verknaður.