fimmtudagur, 23. september 2004

Þessir andskotans kennarar

Fólk er nú búið að átta sig á hvurs konar andskotans letiblóð þessir kennarar eru. Þeir bíða með að verkfallssjóðurinn sé orðinn nógu stór til að hægt sé að fara í verkfall. Fara í verkfall á 3-4 ára fresti. Andskotans kennarar. Þetta er hugsunin hjá kennurum, hirða launin en sleppa við að vinna. Svo eru þeir líka í fríi á sumrin en fá samt laun. Andskotans kennarar. Þeir hugsa ekki um að saklaus börn landsins fái menntun, þeir hugsa bara um peninga. Andskotans kennarar. Þeir eru á góðum launum en væla samt. Andskotans kennnarar.

Textinn hér að ofan er lýsandi fyrir skoðun margra sem hafa ekki kynnt sér mál alveg sem skyldi. Kennarar eru ekki á háum launum. Þeir hafa í mörg ár verið neðan við aðra sem vinna sambærileg störf í launum. Hvernig væri nú að andskotans ríkisstjórnin gæfi aukafjárveitingu til að leysa verkfallið. Þeir geta dælt peningum í Sinfoníuna, leikhúsin, og ríkisábyrgð fyrir Erfðagreiningu en ekki geta þeir látið kennara hafa almennilegan samning í eitt skipti fyrir öll. Þetta eru ekki boðleg vinnubrögð.