sunnudagur, 12. september 2004

Veriði heima hjá ykkur!

Ástandið á götum borgarinnar er orðið þannig að það er varla hægt að aka um þær. Endalaus umferð bíla sem silast áfram. Klukkan fimm á laugardegi ætti nú að vera mögulegt að komast leiðar sinnar sæmilega hratt og örugglega en svo er ekki. Bílaflotinn hefur augljóslega gjörsamlega sprengt gatnakerfið sama hvað einhver borgarfulltrúi segir. Ástand sem ekki er boðlegt. Notið strætó, labbið eða bara veriði heima hjá ykkur! Ég þoli ekki að þurfa að aka í hálftíma einhvern spotta sem ætti að vera hægt að fara á tíu mínútum. Þetta var ekki svona slæmt í fyrra. Nú er mál að linni, það á að banna fleiri íbúðarhúsnæði hér í borginni (svo íbúum og þar með bílum fjölgi ekki stjórnlaust) og fá betri almenningssamgöngur. Svo er líka svo mikið af þessum akstri bara andskotans óþarfi. Ég þoli ekki að sjá akfeitar kerlingar koma með tíu tveggja lítra kókkippur út úr Bónusi og stafla síðan inn í jeppana sína og keyra með það burt. Þær ættu þá frekar að reyna að labba og drekka vatn.