þriðjudagur, 28. september 2004

Flugvélar og reykingar

Í flugvélum eru tvö lítil ljós í loftinu framan við sætin, annað vísar fólki á að spenna sætisbeltin, hitt bannar reykingar. Nema hvað, ekki þarf alltaf að hafa sætisbelti spennt og þá slokknar sætisbeltaljósið. Aldrei slokknar reykingaljósið. Hver er þá tilgangurinn með reykingabannljósinu? Það vita allir að bannað er að reykja í flugi. Hvernig væri að gefa reykingabannljósinu tilgang með því að leyfa reykingar í lendingu og flugtaki. Margir reykingamenn reykja þegar þeir eru stressaðir, svo það gæti verið streitulosandi að reykja í flugtakinu og lendingunni. Svo kviknar á ljósunum og þá á fólk að drepa snögglega í rettunum.