miðvikudagur, 25. maí 2005

Fuglahræðan

Sigur í Meistaradeildinni. Jerzy Dudek er óumdeilanlega maður leiksins. Í vítaspyrnukeppninni brá Dudek á leik og minnti helst á fuglahræðu þegar hann blakaði örmum út í loftið og tók hliðar saman hliðar á marklínunni. Serginho, sem tók fyrsta víti Milan, vissi voða lítið þegar hann sá þetta og dúndraði hátt yfir. Síðan varði meistarinn nokkur víti en einnig ber að nefna frábæra markvörslu hans undir lok framlengingar.

Á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks átti Liverpool "comeback of all comebacks" eins og þulur orðaði það þegar þeir löguðu stöðuna úr 3-0 í 3-3. Blússandi, segi og skrifa.