föstudagur, 6. maí 2005

Ostborgaratilboð

Allir þeir sem ég heyrði tala um efnafræðistúdentsprófið sögðu "skandall" og "svínarí" o.fl. Ljóst að það verður mikið mikið fall á þessu prófi. Þegar ég var sestur var ég að hugsa um að rétta upp hönd, bíða eftir Skarpó og segja: "Já, ég ætla að fá eitt ostborgaratilboð og franskar með, sleppa sósunni". Kalla síðan á eftir honum þegar hann væri á leiðinni út: "Fá Fanta líka með þessu".

En ég þorði því ekki.