sunnudagur, 29. maí 2005

Lélegt

Nú hefði ég getað farið í partý á föstudaginn en ákvað á síðustu stundu að fara ekki. Síðan átti að vera vinnupartý í gærkvöldi en ekkert varð úr því. Þetta þýðir að ég hékk heima hjá mér bæði kvöldin, fyrstu helgi eftir einkunnaafhendingu.

Þetta tvennt fær stimpilinn LÉLEGT. Ég hefði ekkert á móti því að eiga svona stóran rauðan LÉLEGT stimpil. Þá gæti ég alltaf gengið með hann á mér og stimplað fólk og hluti. Verst væri þó að geta ekki stimplað hugmyndir, hugtök og orð. Kannski hefði ég þá stimplað þessa hugmynd.