föstudagur, 27. maí 2005

Ringlaður

Mamma vakti mig áðan því það var síminn til mín. Ég hafði ætlað að taka svona hálftíma "powernap" sem hressir oft alveg rosalega ef maður finnur fyrir þreytu. Nema hvað ég hlýt að hafa stoppað fjárans vekjarann og var vakinn af mömmu þarna þegar síminn hringdi, tveimur tímum síðar. Ég var ótrúlega ringlaður og nú hálftíma eftir að ég var vakinn er ég það ennþá og ekki almennilega vaknaður. Vissi varla hvað ég var að segja í símann. Alveg agalegt þegar svona "powernap" fer í vaskinn, þá ruglast maður alveg.

Var að slá gras á leiðum í mestallan dag með orfi. Sóðaði reyndar líka og svo rakaði ég laufblöð í klukkutíma. Fór að sofa eftir hálftvö í gærnótt eftir hálfellefubíó og það er ekki að koma nógu sterkt inn núna.