föstudagur, 20. maí 2005

Lapin Kulta, próflok og undankeppni

Langþráð próflok voru í gær eftir stærðfræðiprófið. Svo mætti framvarðasveitin í blússandi bjór hjá Gumma og við horfðum á Ísland tapa fyrir austantjaldsgaulurum með bongótrommur, en það virðist vera þema keppninnar í ár. Þeir sem ekki skilja þemað og eru ekki með á nótunum geta bara farið heim og það gerði Selma. Ég drakk Lapin Kulta bjór úr Vínbúð. Hann er frá Lapplandi og er mjög góður, gef honum 9,0.

----UPPFÆRT: Litli-Jón er það nýjasta og ferskasta í ríkinu. Íslenskur bjór í 1,25 lítra bónusplastflöskum og kostar ekki nema 339. Rónarnir hljóta að taka þessu fagnandi, ódýr svaladrykkur á rónaflöskum og góðu verði. Aðalkosturinn er þó að hann er ekki jafnógeðslegur og Egils pilsner 4,5% þótt hann sé voðalega karakterslaus.