þriðjudagur, 10. maí 2005

Hildur Vala

Þessa dagana fær maður engan frið fyrir fréttum af Hildi Völu Idol"stjörnu". Hildur hefur átt topplagið á tónlist.is síðustu 6 vikur. Lagið heitir Líf. Ég heyrði það í útvarpinu um daginn og það hljómaði ekki eins og söngur heldur eins og verið væri að steikja lítinn grís lifandi á teini. Rembingur einkennir flutninginn. Idol keppni 2 hefði alveg mátt vera í skúffunni áfram í stað þess að koma á skjáinn. Svo náttúrulega verður Hildur að syngja með Stuðmönnum í sumar. Stuðmenn eru óþolandi fyrirbæri sem hefði átt að hætta fyrir löngu löngu síðan. Ragnhildur Gísladóttir sá loksins að sér og hætti um daginn en ekki hefur Egill Ólafsson vit á að hætta og því síður Jakob Frímann. Syngjandi íklæddir íslenska fánanum í Bretlandi. Rosa fyndið.

Allt öðru máli gegnir um Eurovision. Það er keppni þar sem flest lönd Evrópu taka þátt og hægt er að hlægja að lélegum Búlgörum og asnalegum Lettum. Hefð er komin á Eurovision en með þessu Idoli er orðið offramboð á söngfíflalátum. Ég held að Selma Björnsdóttir vinni í ár þannig að fólk ætti að fara út í BT að kaupa heimabíó sem það fær síðan endurgreitt þegar sigurinn er í höfn.