fimmtudagur, 29. desember 2005

Léttir

Ég hef komist að því að kannski er Ísland ekki með glataðasta forsætisráðherra í heimi. Í fréttaannál ársins á DR1 var sýnt frá opinberri heimsókn George Bush til Danmerkur hvar hann fékk höfðinglegar móttökur, kökur og með því, og forsætisráðherra Dana, Anders Fogh Rasmussen, tjáði Bush ást sína og glöggt gests augað las á milli línanna að helst vildi hann giftast forsetanum bandaríska. Andersi Foghi fannst "stríðið gegn hryðjuverkum" dásamlegt sem og hinn yndislegi félagi Bush.

Niðurstaða: Íslenskir ráðamenn eru hugsanlega ekki þeir smeðjulegustu í heimi gagnvart Bandaríkjastjórn.