laugardagur, 17. desember 2005

Söfnun

Nú er nýtt æði runnið á nokkra bloggara (að frumkvæði Bjarna Þórs Péturssonar) sem hyggjast senda fé fyrir vatnsbrunni til Afríku í gegnum Hjálparstofnun Kirkjunnar. Þar eru þyrst börn sem vilja vatn, örugglega líka kók, en markmiðið er að byrja á vatninu. Brunnur kostar 120.000 ÍSK samkvæmt auglýsingu frá Hjálparstofnun kirkjunnar. Það gera 2.500 krónur fyrir fimmtíu manns. Til að taka þátt í þessari söfnun skal lagt inn á reikning Hauks Snæs Haukssonar:
0101-05-267703
Kt. 100179-3189.

Fylgjast má með framgangi söfnunarinnar hér.