laugardagur, 31. desember 2005

Ný meðferð fyrir stress-sjúklinga

Sá afar spes frétt um daginn á DR1. Hún fjallaði um gríðarlegt stress sem fylgir nútímamanninum og nýja og ólgandi aðferð til að lækna fólk af stressi. Aðferðin var þannig að doktorinn og sérfræðingurinn tengdi tvo nema við höfuð stress-sjúklingsins. Nemarnir framkölluðu mjög irriterandi samfellt hljóð sem átti að fá sjúklinginn til að tæma höfuð sitt af hugsunum. Allt var þetta auðvitað sýnt í fréttini. Þegar sjúklingurinn stressaði, köllum hana bara Lene, hafði heyrt hljóðbylgjurnar irriterandi nægilega lengi, voru nemarnir tveir teknir af höfðinu á henni. Lene var spurð hvernig þetta hefði virkað. "Stressið virðist vera farið" svaraði hún. Hún tók í höndina á sérfræðingnum og doktornum góða.

Svo endaði fréttin á því að umrædd Lene ætlaði út af stofu doktorsins en ekki vildi betur til en svo að hún klessti beint á hurðina vegna þess að hún gleymdi að taka í hurðarhúninn fyrst.

Er 1.apríl ekki fyrr en í desember hér í Danmörku?