föstudagur, 16. desember 2005

Vandamál jólafrísins

Það er augljóst að ég er kominn í jólafrí, vaknaði klukkan tvö og fékk mér að borða klukkan þrjú. En síðan hafa nokkrar spurningar verið að angra mig:
1. Var þetta morgunverður, hádegisverður eða síðdegiskaffi?
2. Ef þetta var síðdegiskaffi, hvað verður þá um morgunverðinn og hádegisverðinn sem ég missti af?
3. Ef þetta var hádegisverður, hvað verður þá um morgunverðinn sem ég missti af?
4. Ef þetta var morgunverður, á ég þá að borða hádegisverð klukkan 16:30 og síðdegiskaffi klukkan 18:00?
Aukaspurning við lið fjögur: Hvað verður þá um kvöldverðinn, á ég að borða hann klukkan 21:00?
Aukaspurning II við lið fjögur: Ef ég borða kvöldverð klukkan 21:00, riðlast þá ekki líka svefntíminn?

Óþolandi vandamál.