sunnudagur, 15. júlí 2007

Semi

Enska forskeytið semi- (ísl. hálf-) virðist hafa náð talsverðum vinsældum á landinu. Sumir eru ekkert að spara það, kannski ekki ástæða til.

Reyndar er semi-fyndið þegar menn eru farnir að troða þessu allsstaðar inn og segja t.d. að eitthvað hafi verið semi-leiðinlegt en eiga við mjög leiðinlegt, eða að e-ð hafi verið semi-skemmtilegt sem þeim fannst í raun fokkin' geðveikt. Eða hefðu þeir talað um hálfleiðinlegt/hálfskemmtilegt ef enska forskeytinu góða hefði ekki verið til að dreifa? Stundum gæti maður haldið að menn væru á samningi og fengju ákveðna upphæð fyrir hvert semi sem þeim tekst að skjóta inn í mál sitt.

Íslendingasögur:
Þá um kvöldið varð Egill hamrammur...

Íslendingasögur í nútímaþýðingu?:
Um kvöldið varð Egill semi-"hamrammur" (wtf?) og fór út að djamma.