fimmtudagur, 26. júlí 2007

Elliheimilið

Lítið hefur spurst til Kelis og Lil' Bow Wow undanfarin misseri. "Hvar er hún Kelis okkar?" og "Hvar er hann Lil' Bow Wow okkar?" spyrja gárungarnir á elliheimilinu sig um leið og þeir fussa yfir enn einu Scissor Sisters laginu á Popptíví.

Google myndaleit skilaði engri niðurstöðu þegar leitað var að Kelis brjálaðri að syngja slagarann "I hate you so much right now". Myndaleitin fann hins vegar þennan ósátta indjána og mun hann leysa Kelis af hér.

Lumar hann á fleiri smellum?