miðvikudagur, 20. ágúst 2003

Gerard Houllier, Gunni gír og fleira

Ekki hefur verið ritað reglulega hér upp á síðkastið. Því er ýmislegt sem vert er að nefna:

1. Gerard Houllier á að reka umsvifalaust ef Liverpool vinnur ekki næsta leik, gegn Aston Villa. Igor Biscan er í miklu uppáhaldi hjá Húlla og þegar menn hafa svoleiðis viðhorf getur ekki farið nema á einn veg: illa. Sá maður er allt of grófur og er mjög iðinn við það að brjóta mjög hemskulega á andstæðingunum. Í leiknum á móti Chelsea fylgdist ég vel með Biscan. Hann gerði eitthvað gott en mun meira slæmt. Selja þennan mann. Liverpool þarf alls ekki á honum að halda. Ég er fullviss um að bæði Salif Diao og John Welsh hefðu verið betri kostir en Biscan í stöðuna. Þegar Houllier er ekki fær um að stilla upp sterkasta byrjunarliði, þá á að fara að láta hann taka pokann sinn. Le Tallec og Milan Baros hefðu átt að byrja inni á í sókninni. Ef þeir hefðu ekki staðið sig, þá hefði hann átt að setja Owen og Heskey inn á í hálfleik. Svo er ég mjög ósáttur við að Húlli karlinn vilji leyfa Markus Babbel að fara. Hann á hiklaust að vera áfram hjá liðinu. Stuðningsmenn Liverpool krefjast titils núna og þótt fyrr hefði verið. Annars bara bless, bless Houllier.

2.Morgunþáttur Freysa á X-inu er oft góður þótt hann sé nú oft kominn á ansi hálan ís í skítkasti á ýmsa þjóðþekkta menn. Mesta snilld sem ég man eftir hafa heyrt í útvarpi er Gunni gír, en hann er einn af kynlegum kvistum sem eru reglulega teknir tali í þættinum. Gunni fylgist af áhuga með umferðinni og er sá alhressasti í bænum. Hann kemur alltaf með skemmtilegar sögur úr umferðinni. "Ha! Félagi!". Snilld.

3.Ég var að "uppgötva" hljómsveitina The Proclaimers. Lagið I'm Gonna Be (500 miles) með þeirri hljómsveit er gargandi snilld. Ég heyrði það í útvarpinu um daginn og mundi þá eftir að hafa oft heyrt það þegar ég var lítill þegar pabbi og mamma voru að spila plötu þeirra sem heitir Sunshine On Leith. Ég hef ekki verið nema 4-5 ára þegar ég heyrði lagið og hugsaði þá strax "hevví smellur". Ég man það. Svo í gær ákvað ég að dusta rykið af plötunni og það er ekki laust við að þetta sé alvöru "oldschool hardcore record" eins og kaninn segir. Nei, þetta er ekkert harðkjarna en mjög gott engu að síður. Rétt er að geta þess að ég hlustaði bara á hlið A á plötunni og veit ekkert um B hliðina. En A lofar góðu. Ef þessi hljómsveit tveggja skoskra bræðra væri ekki hætt fyrir löngu mundi ég segja að þeir ættu framtíðina fyrir sér, piltarnir. Kannski eru þeir bara gamlir karlar á elliheimili í dag. Enginn veit.

4. Allt er gott sem kemur frá Húsavík. Ég er búinn að komast að því. Þar sem ég fæddist í þessum litla bæ hef ég sterkar taugar til hans. Það síðasta sem ég var að uppgötva þaðan er hljómsveitin Innvortis. Ég var eitthvað að þvælast á netinu, fór inn á rokk.is og sótti mér lagið Andrea sem er með þeim Það er magnað. Líklega finnst mér það samt mun magnaðara en ella af því að það er frá Húsavík. Svo klikkar Húsavíkurjógúrt ekki.

5. Ég sofnaði yfir leik Íslands og Færeyja. Hann var leiðinlegur. Ég er ekki vanur að sofna yfir sjónvarpi.

6. Vinna er mikil þessa dagana og ofan á hana bætist yfirvinna. Uss.

7. Eina bók þurfti ég að kaupa fyrir skólann. Efnafræðibók var það en ég kýs að kalla hana símaskrá, slík er stærð hennar.

Fleira var það ekki.