fimmtudagur, 28. ágúst 2003

Survivor Stöð 2

Ég hef ansi gaman að þessum nýja raunveruleikaþætti: Survivor Stöð 2. Hann kemur virkilega ferskur inn. Þorsteinn Joð farinn, Árni Snævarr o.fl. og nú síðast Snorri Már Skúlason. Það sem er svo magnað við þennan raunveruleikaþátt er að hann er blákaldur raunveruleuikinn. Það er svona "The Tribe"(ættflokkur) og hann er í þessu tilfelli bara skipaður yfirmönnum Norðurljósa og kannski gjaldkera og bókhöldurum, varla fleiri en 5-6 manns. Svo eru allir starfsmenn Norðurljósa drullustressaðir yfir því að kannski verða þeir kosnir burt næst. Þegar The Tribe hefur kosið verður ekki aftur snúið. Og þegar menn er kosnir burt þýðir ekkert að væla og segja "elsku mamma" eða "elsku Jón Ól." við yfirmennina því þá fá þeir bara svör eins og: "Hvurn andskotann varðar mig um það hvort þú heitir Þorsteinn Joð eða Árni Snævarr. Mér er alveg sama. THE TRIBE HAS SPOKEN, félagi!". Svo er bara slökkt á þeirra kyndlum og þeir segja sín lokaorð, ekki þó á Stöð 2. Lokaorðin geta þeir sagt á öðrum fjölmiðlum.

Svo er bara spurningin hver vinnur Survivor Stöð 2. Kannski verður það Valtýr Björn sem er núna með sportþáttinn á Útvarpi Sögu. Þá fær hann pottþétt langan sportþátt á Stöð 2 í verðlaun. Þar getur hann spurt fótboltamenn og fótboltaþjálfar hvernig þeim gangi í golfinu og spilað lög með Hemma Gunn, eins og hann er svo duglegur að gera í þættinum sem hann er í núna.