fimmtudagur, 7. ágúst 2003

Ofsafengin trúarbrögð

Um daginn heyrði ég skemmtilega sögu frá frænku minni. Það var þannig að hún var stödd í Ísrael og fór að Grátmúrnum. Þar var fjöldi fólks, flestir gyðingar og voru þeir að skalla múrinn, væntanlega með það að leiðarljósi að meiða sig svo þeir gætu grátið (vegna trúarbragða sinna). Þetta fannst frænku minni eðlilega skondin sjón og átti erfitt með að halda í sér hlátrinum þegar hún sá þetta. Það var líka eins gott að hún fór ekki að hlæja því slíkt er litið alvarlegum augum við Grátmúrinn og þá hefði hún líklega verið grýtt til óbóta. Svona geta trúarbrögð verið ofsafengin og furðuleg. Ég held að þeir gætu alveg eins skallað ljósastaur en ekki segja þeim það því ég vil ekki lenda í grjótkasti.