þriðjudagur, 26. ágúst 2003

Slappt

Liverpool liðið byrjar leiktíðina afar illa. Það er alveg ljóst að Gerard Houllier á að reka og ekki hefði sakað þótt það hefði gerst í gær. Liðið lék við Aston Villa á sunnudaginn og sá leikur var hörmung á að horfa. Liverpool voru drullulélegir. Þeir spiluðu ekkert betri bolta en miðlungslið Aston Villa. Mér sýnist að það þurfi rússneska byltingu til að bjarga liðinu. Svoleiðis byltingar virðast vera að koma sterkar inn á Englandi. Liðið mun ekki vinna deildina þetta árið ef Houllier fær að stjórna áfram. Hann er gjörsamlega að skíta á sig núna. Vissulega tókst honum að vinna þrjá titla þarna eitt árið, UEFA cup og báðar ensku bikarkeppnirnar en síðan þá hefur liðinu bara farið aftur. Ég vil að Phil Thompson taki við liðinu til bráðabirgða og síðan verði fenginn einhver sóknarsinnaður stjóri til liðsins og að liðið fari að leika sambabolta og kannski spila aðeins upp kantana ef það er ekki til of mikils mælst. Svo vil ég að Sami Hyypia og Stephane Henchoz, sem hafa verið sterkasta miðvarðapar deildarinnar undanfarnar leiktíðir, verði seldir. Þeir virðast gjörsamlega heillum horfnir svo það á hiklaust að selja þá áður en þeir hríðfalla í verði. Svo má kaupa tvo sókndjarfa svarta Sambóa í vörnina í staðinn til að hjálpa til við sambaboltann. Þá má finna með því að senda njósnara á vegum liðsins til S-Ameríku og Afríku. Harry Kewell gat ekki rassgat í leiknum á móti Aston Villa. Þess vegna á að taka hann út úr liðinu í næsta leik og gefa öðrum tækifæri. Svo vantar einhvern svakalegan á miðjuna með Hamann og Gerrard. Það þarf mikið að hreinsa til í liðinu.

Ef þessari uppskrift verður fylgt ætti Liverpool liðið að verða enskur meistari næsta vor.