föstudagur, 7. janúar 2005

Gagnrýni: Ríó tríó - ...það skánar varla úr þessu

Safndiskur með 50 vinsælustu lögum Ríó tríó.

Ríó tríó er eldgömul íslensk hljómsveit sem fertugir og eldri hafa gaman að. Ég tók plötu þeirra úr safni mömmu og hef kynnt mér gripinn undanfarna daga. Skemmst er frá því að segja að rúmur helmingur laganna er drasl. Hins vegar eru einnig lög sem eru mjög fín og með ágætis texta. Blússandi sveifla jafnvel í sumum. Þau lög sem eru nokkuð áheyrileg eru:
Veislan á Hóli
Fjallar um dýr sem halda partý.
Verst af öllu
Allir eru að gera það
Allir eru að meika það nema höfundurinn.
Landið fýkur burt
Á pöbbinn
Ljóminn
Klassískt. Lagið úr Ljómaauglýsingunni.
Flagarabragur
"helltu í glasið aftur!" sem margir kannast við kemur fyrir í þessu lagi. Blússandi.
Flaskan mín fríð
Lag sem drukknir íslendingar syngja stundum.
Kvennaskólapía
Romm og kókakóla
Fröken Reykjavík
Sem betur fer ekki um sjoppuna Fröken Reykjavík í Austurstræti því það er örugglega versta sjoppa landsins. Selur opin súkkulaðistykki og er einstaklega sóðaleg almennt.
Dýrið gengur laust

Einkunn: 6,0