mánudagur, 3. janúar 2005

Jólafrí

Jólafríið hefur verið eitt það besta í manna minnum. Var í Lóni hjá ömmu og afa yfir jólin og fékk dýrindis mat og kökur í hvert mál. Spilað bridge við afa og ömmu en það er afar vinsælt á þeim bæ. Hef aldrei lesið jafn mikið í jólafríi, m.a. Heilagan sannleik efti Flosa Ólafsson. Bjóst við að sú bók væri djöfulsins leiðindi en hún var skárri en það.

Náði líka öllum prófunum og það er meira en ýmsir. En meðaleinkunnin var ekki fögur.