fimmtudagur, 27. janúar 2005

Önnur ræða úr 3.bekk


"Málefni innflytjenda á Íslandi

Ég ætla byrja á því að segja ykkur stutta sögu:

Einhvern tímann þegar ég var á ferðalagi um Ísland lagði ég leið mína inn í ónefnda sjoppu á norðurlandi. Þar afgreiddi tælensk kona. Ég bað um Appolo-lakkrís, en hann var staðsettur fyrir miðju í langri nammihillu. Þá gekk sú tælenska rakleitt út í enda á nammihillunni, benti á Prince Polo og sagði: ?Þessi?? Og ég sagði: ?Nei, ég ætlaði að fá Appolo-lakkrís?. Þá benti hún á næstu sælgætistegund: ?Þessi?? Og ég sagði: ?Nei, lakkrísinn er þarna? og benti. Þá sagði hún ?Aa, þessi?. Og ég sagði: ?Já, mikið rétt?. Það var greinilegt að hún kunni ekki mikla íslensku, og þá fór hún bara í svona gátuleik við viðskiptavinina.

Þetta er sennilega óvenju slæmt tilfelli, en sýnir þó að íslendingar mættu gera meira af því að kenna nýbúum íslensku.

Íslendingar hafa tekið við flóttamönnum og það er ekkert nema gott um það að segja. Fyrir nokkrum árum var stríð í Kosovo og íslendingar tóku við flóttamönnum þaðan. Þessum flóttamönnum var úthlutað húsnæði og vinnu á Sauðarkróki og fleiri stöðum úti á landi. Þegar íslendingar vilja ekki lengur búa úti á landi og flytja í stórum stíl á höfuðborgarsvæðið er þetta auðvitað lausnin: að taka við flóttamönnum og senda þá út á land, vegna þess að þeir taka hverju sem er í staðinn fyrir stríð í heimalandi sínu.

Hugsum okkur hjón í Palestínu, sem ég ætla að kalla herra X og frú Y. Þau sitja heima hjá sér og horfa út um gluggann. Þau sjá Ísraelsmenn sprengja hús nágrannans. Þá segir herra X við frú Y: ?Okkur var bara að berast tilboð frá Íslandi? ?Já, lát heyra? ? Já, það er ódýrt húsnæði og vinna í fiskvinnslu á Kópaskeri? ?Já, við erum opin fyrir öllu?. Og svo drífa þau sig með næstu flugvél til Íslands og hugsa á leiðinni, að þeirra bíði bjartari tímar á Kópaskeri.

Guðmundur Friðrik Magnússon 3.E"