þriðjudagur, 25. janúar 2005

Peppó og Ull

Mikið hefur verið brugðið á leik í Hallanum upp á síðkastið. Magga hefur mikið verið í gríninu og höfum við bekkjarbræður m.a. afgreitt þar. Um daginn var til að mynda ómetanlegt grín þegar Magga ætlaði í hanskann sem er hreinlætisvottaður af heilbrigðiseftirlitinu til að afgreiða bland í poka handa Hermanni máladeildardreng. Vildi þá ekki betur til en svo að hún setti nammið óvart í hanskann og afhenti Hemma. Hlógu síðan allir að þessu hrossahlátri.

Fyrir jól keypti ég geisladisk á 1000 kr. sem er frekar lítið, þá sérstaklega miðað við gæðin. Þetta var Ull með Súkkat og fékk ég hann í Hallanum. Skotheld skífa. Gef henni hiklaust 9,3 í einkunn. Úrvalstextar. Diskurinn er góður við öll tækifæri. Fullkominn staður og stund til að hlusta á þennan disk væri samt akandi í eldgömlum Land Rover yfir vonda sveitavegi á leið í veiði í einhverri á.