laugardagur, 16. júlí 2005

Fótboltamótið

Árlegt fótboltamót KGRP var í gær. Gufunesþorskarnir mættu ekki svo við fórum beint í úrslit gegn Fossvogi. Töpuðum 5-2 og var Jason með bæði mörkin fyrir okkur. Nokkrir voru blóðugir eftir leikinn enda hart barist. Við unnum hins vegar vítaspyrnukeppnina auðveldlega og varði Siggi ófá skot Fossvogsara. Hér er fjallað meira um málið og svo er þessi svakalega mynd af liðunum.