þriðjudagur, 5. júlí 2005

Steven Gerrard

Víða hef ég rekist á skammar- og reiðipistla vegna fyrirhugaðrar brottfarar Gerrard frá Liverpool. Menn láta stór orð falla án þess að vita rassgat um þetta. Hvernig væri nú bara að halda kjafti að sinni? Það er ekki búið að selja manninn. Hann er enn leikmaður Liverpool. Þar til menn vita forsögu málsins ættu þeir að segja sem minnst.

Framtíð Liverpool veltur ekki á því hvort Gerrard er eða fer. Lið eiga ekki að snúast um einn mann heldur liðsheild.