laugardagur, 2. júlí 2005

Rykið dustað af Pink Floyd

Live 8 dagskránni lauk rétt í þessu. Ég sá og heyrði Pink Floyd áðan beint frá London. Þeir tóku Money, Wish You Were Here og Comfortably Numb. Þeir slógu ekki eina feilnótu og áttu magnað "comeback".

Sömu sögu er ekki að segja af Paul McCartney. Hann ætti nú bara að liggja inni í skáp og safna ryki. Röddin var veikburða og eitt lagið hljómaði eins og tónlist lélegs bílskúrsbands. Síðan kom George Michael og tók lag með honum. Heilsuðust þeir félagar aðeins of kumpánlega og föðmuðust og sá ég ekki betur en McCartney gripi rétt sem snöggvast í rassgatið á Michael. Michael hvarf í kjölfarið en birtist síðan aftur. Afar vafasamt allt saman.