laugardagur, 2. júlí 2005

Matarhornið

Alltaf gaman að fara út á svalir að grilla. Mælir grillmeistari með að vefja lauk í álpappír og setja í kolin. Úr verður lin lauksulta sem er blússandi og við þetta missir laukurinn eiginleika sína til að láta fólk grenja. Það er alltaf svo dapurlegt að sjá fólk grenja við grænmetissöxunina. Grillmeistari mælir einnig með krydduðu grillkjöti frá Fjallalambi á grillið.