sunnudagur, 30. október 2005
Hugleiðing kl. 2:20 aðfararnótt sunnudags
Mannshugurinn er ótrúlegt fyrirbæri.Frá fæðingu hugsum við stanslaust til dauða. Heilinn fær aldrei hvíld á þessum tíma. Meira að segja þegar við fokkin sofum eru hugsanir á fullu, á formi drauma. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég hef reynt að taka t.d. einnar mínútu hvíld og hugsa ekkert á meðan. Þetta virðist ekki vera hægt. Þótt maður reyni að hugsa ekkert eru hugsanir í gangi. Það er hægt að hugsa um tómarúm, en það er samt hugsun. Sumar hugsanir eru svo ótrúlega ómerkilegar að það tekur því ekki að hugsa þær. Þetta er galli á mannshuganum.
fimmtudagur, 27. október 2005
mánudagur, 24. október 2005
Hljómsveitir
Red Hot Chili Peppers er vinsæl þessa dagana í spilaranum. En það sem er vinsælast af öllu er auðvitað kasettan með The Who. Hún er alltaf í botni þegar ég rúlla um strætin í fjölskylduvagninum. Lög á borð við Pinball Wizard, I'm Free, Baba O'Reilly, My Generation, Substitude, Pictures of Lily og auðvitað Behind Blue Eyes sem the Who ná bara næstum jafnfagmannlega og meistararnir í Limp Bizkit (er gaurinn ekki að fokkin grínast? Limp Bizkit? Jú, þetta var grín)Mugabe var einmitt líka að hlusta á The Who um daginn í heyrnatólunum sínum. Hann reyndi að halda pókerfeisi allan tímann út af því að hann er virðulegur embættismaður. Hann þurfti að rembast til þess, hann rembdist svo mikið að hann varð eldrauður í framan og augun bara ætluðu út úr hausnum. Eitthvað varð að láta undan og áður en hann vissi af hafði glottið hríslast fram á andlitið eins og sést á myndinni, þetta var bara svo rosalega skemmtilegt og hann hummaði með "I'm free, Iiiii'm free...". Glottið var frosið á andlitinu á Mugabe lengi lengi, þegar hann allt í einu mundi að hann var einræðisherra. Þá fór hann aftur út að ráðskast með þegna sína.
Flokkur/flokkar: Mugabe
föstudagur, 21. október 2005
Bekkjarpartý
Í kvöld er bekkjarpartý.Mugabe lofar að vera góður og kurteis ef hann fær að koma með í partý og hann ætlar ekki að bíta neinn eins og síðast en honum er ekki boðið.
Flokkur/flokkar: Mugabe
fimmtudagur, 20. október 2005
Gallsteinafesti
Palli litli fór í heimsókn til ömmu. Amma var með nýja festi um hálsinn.Palli: "Vá, amma, flott festi. Eru þetta demantar?"
Nú færist bros yfir andlit gömlu konunnar.
Amma: "Nei, Palli minn þetta eru gallsteinar úr ömmu gömlu. Ég límdi glimmerið sjálf á"
Mugabe verður öskuillur þegar hann heyrir svona ósmekklegt grín
Flokkur/flokkar: Mugabe
Mugabe 1
Í kvöld hefst þátturinn Ástarfleyið á Sirkus. Er þetta annar íslenski raunveruleikaþátturinn en Skjár einn hefur sýnt þáttinn Íslenski Bachelorinn sem vakið hefur mikil viðbrögð og ill.Mugabe er steini lostinn og vill ekki láta bendla sig við nýja þáttinn.
Flokkur/flokkar: Mugabe
miðvikudagur, 19. október 2005
þriðjudagur, 18. október 2005
Árshátíðin
Athyglin alveg farin.Ingunn Eyjólfsdóttir mun hafa tekið þessa mynd ásamt öðrum myndum hér.
sunnudagur, 16. október 2005
föstudagur, 14. október 2005
Aðfangadagur
Þegar ég vaknaði þunnur í morgun fannst mér vera aðfangadagur. Er nokkuð aðfangadagur í dag?Ekki miðað við dagsetninguna, 14. október. Hann er kannski bara óvenjusnemma þetta árið eins og páskarnir. Þá eru víst rauð jól. Jæja, ætli maður lifi það ekki af.
Ég má ekki vera að þessu, ég á eftir að kaupa gjafirnar.
Bullur
Árshátíðin var í gær. Hún var bara nokkuð fín. Ég, Gummi, Seppi og Birkir umkringdum nokkra heppna einstaklinga og hoppuðum í kringum þá kallandi "HEI HEI HEI HEI HEI Heiiii" eins og fótboltabullur og svo slepptum við þeim. Rosaleg stemming. Svo lentu tvö heppin pör líka í okkur. Sannarlega hressandi fyrir þau.fimmtudagur, 13. október 2005
þriðjudagur, 11. október 2005
Klukk
Ásgeir og Már hafa "klukkað" mig. Hér kemur listinn:1. Ég var þekktur fyrir mikla þrjósku á mínum yngri árum. Ef ég beit eitthvað í mig þá gilti það. Þrjóskan átti ýmis einkennileg birtingarform. T.d. var ég alltaf að gleyma útifötunum mínum í skólanum. En ég sótti þau aldrei. Þegar ég var búinn að týna góðum slatta af ullarsokkum, vettlingum, treflum og jafnvel úlpum fór mamma með mér í skólann að gá í óskilamuni. Hún sá þar hauga af mínum fötum og benti mér á en ég kannaðist ekki við þá muni og neitaði alfarið að hafa nokkurn tímann séð þá. Þá var sagt e-ð á þessa leið; Mamma: "Guðmundur minn, þetta eru bláu og hvítu ullarsokkarnir þínir" Ég: "Nei, ég hef aldrei séð þessa ullarsokka". Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mömmu til að tjónka við mig neitaði ég tengslum við þessi föt. Ég leit bara á þetta sem óskilgreinda óskilamuni. Mig minnir að þetta hafi endað þannig að mamma hafi tekið óskilamuni mína heim án míns samþykkis. Að sjálfsögðu neitaði ég að klæðast fötunum framar. Mamma gat bara klæðst þeim sjálf fyrst hún þurfti endilega að ná í þau. Einu sinni var ég hjá vini mínum og týndi einum sokki þar. Þegar mamma vinar míns kom með sokkinn og ætlaði að skila mér honum sagðist ég ekki eiga hann. Samt var ég berfættur á vinstri fæti og sokkurinn sem hún hélt á var sömu gerðar og sá sem ég klæddist á hægri fæti. En nei, ég átti sko ekkert í þessum sokki. Vinur minn hlaut að eiga hann. Það má segja að ég hafi verið nokkuð illviðráðanlegur í þessum efnum. Skýringar á þessari hegðun hef ég ekki.
2. Ég er í MR en útskrifast vonandi næsta vor. Ef ekki verð ég bara róni og ruslakarl. Þó kemur til greina að verða róni og ruslakarl þótt mér takist að útskrifast. Ekkert er útilokað.
3. Ég iðka bandý með Bandýmannafélaginu Viktor. Æfingar eru haldnar tvisvar í viku og sífellt fjölgar iðkendum.
4. Ég hef búið einn síðan í ágúst. Hinir fjölskyldumeðlimirnir þrír hafa flúið land og búa á víð og dreif um Danmörku. Þeir halda líklega að grasið sé grænna hinum megin.
5. Lengi vel ætlaði ég að verða kokkur en fátt bendir til þess eins og er.
úllen dúllen doff, ég klukka þá ufsana Guðmund P og Jósep.
laugardagur, 8. október 2005
Súrrealísk samkoma
Októberfest háskólanema í tjaldi og drullusvaði var mjög súrrealísk samkoma. Á morgun munum við drengirnir (ég, Joséphéz Birgois Thorgal, Stuðmundur Gríndal og Sveinbjörn Claessen og fleiri?) gæða okkur á dýrindis máltíð og veigum ásamt Margréti í Hallanum. Ég hef á tilfinningunni að það verði ekki súrrealískt.fimmtudagur, 6. október 2005
Sjálfmenntaður næringarfræðingur
Amma er farin að stunda að gefa mér kökur til að hafa með heim þegar ég fer í heimsókn til hennar og afa. Hún segir að ég hafi gott af kökunum. Áðan gaf hún mér brúnköku með rúsínum. Ekki kvarta ég, nú á maður eitthvað til að bjóða gestum og til éta sjálfur í kaffinu.Það er garanterað að ég tek meira mark á því sem amma mín segir en því sem Solla á Grænum kosti segir. Eins og gárungarnir segja: "Solla á Grænum kosti veit ekki neitt". Því verður hins vegar ekki neitað að amma veit hvað hún syngur enda hefur hún lifað svo lengi. Hún þekkir þetta allt saman.
Svo mætti nefna það að nú hlusta ég mikið á kasettu með subbanum, suddanum og drykkjusvelgnum Elvis Presley. Hann á slatta af frábærum lögum. Einnig vil ég fá að koma því á framfæri að góð munnhörpusóló eru gulls ígildi.
mánudagur, 3. október 2005
Hollustupostular
Nú spretta næringarráðgjafar og hollustupostular upp eins og gorkúlur. Þeir segja fólki að borða fræ og belgbaunir og hummus og tofu og auðvitað soyamjólk. Reyndar ganga þeir sumir mjög hart fram og vilja helst troða þessu inn á hvert mannsbarn. Léttmjólk og nýmjólk eru eiturbras í þeirra augum. Það er svo mikið af eiturefnum í kúamjólkinni. Krakkarnir verða bara feitir og snælduvitlausir af kúamjólkinni. Þau eiga að fá kalkið sitt annarsstaðar, þau eiga að fá kalkið sitt úr hummus og tófú...og salatblöðum.Ég hef fengið mig fullsaddan á þessu þvaðri. Mjólk hefur verið drukkin frá örófi alda og hefur ekki drepið marga. Reyndar var hún eitt af því sem hélt lífinu í Íslendingum í gamla daga. Það er nóg af næringarefnum og kalki í mjólk. Ég verð ekki var við það að fólk sem étur EKKI þetta næringarpostulasull sé að drepast úr næringarskorti eða fitu. Ég held að aðalmálið sé að sitja ekki alltaf á rassgatinu allan daginn og éta sælgæti og skyndibita. Éta sæmilega hollan mat og hreyfa sig endrum og eins, þá er fólk bara í góðum málum.
En ég reyni að vera opinn fyrir öllu. Þess vegna keypti ég mér soyamjólk úti i búð. Ég opnaði fernuna með opnum hug og lyktaði. Þar kom fyrsta áfallið, þetta lyktaði eins og rotnandi plöntuleifar. Jæja, ég reyndi að láta það ekki á mig fá og hellti í glasið. Liturinn á þessu var grámyglaður (sami litur og í grámyglu hversdagsleikans). En alveg róleg, ég gaf þessu samt séns. Ég bar flóaða soyamjólkina alla leið upp að munni, opnaði upp á gátt og sturtaði í mig risastórum gúlsopa. Þá kom þessi svipur á mig:
Ég ætla ekki að gefa soyamjólk annan séns.
sunnudagur, 2. október 2005
Partýhattar
Áðan fór ég líklega í slappasta partý sem ég hef á ævinni farið í. Það var í blokk í Grafarvogi og saman voru komnir fimm gaurar og ein stelpa. Einn gaur sat dauður áfengisdauða í miðjunni. Þegar við komum afhenti partýhaldari okkur asnalega partýhatta til að strengja á höfuðið.Eftir 20 mínútur vaknaði dauði maðurinn og fór að rausa um KR og hluti af handahófi. Skömmu eftir það fórum við. Eins og Rob sagði, þá minnti þetta töluvert á áramótapartý Mr. Bean þar sem hann bauð tveimur gaurum, strengdi á þá partýhatta og sneiddi handa þeim trjágreinar og húðaði með sírópi út af því að hann átti ekki saltstengur. Síðan sátu þeir og fylgdust með stofuklukkunni nagandi greinarnar.
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)