sunnudagur, 2. október 2005

Partýhattar

Áðan fór ég líklega í slappasta partý sem ég hef á ævinni farið í. Það var í blokk í Grafarvogi og saman voru komnir fimm gaurar og ein stelpa. Einn gaur sat dauður áfengisdauða í miðjunni. Þegar við komum afhenti partýhaldari okkur asnalega partýhatta til að strengja á höfuðið.

Eftir 20 mínútur vaknaði dauði maðurinn og fór að rausa um KR og hluti af handahófi. Skömmu eftir það fórum við. Eins og Rob sagði, þá minnti þetta töluvert á áramótapartý Mr. Bean þar sem hann bauð tveimur gaurum, strengdi á þá partýhatta og sneiddi handa þeim trjágreinar og húðaði með sírópi út af því að hann átti ekki saltstengur. Síðan sátu þeir og fylgdust með stofuklukkunni nagandi greinarnar.