fimmtudagur, 6. október 2005

Sjálfmenntaður næringarfræðingur

Amma er farin að stunda að gefa mér kökur til að hafa með heim þegar ég fer í heimsókn til hennar og afa. Hún segir að ég hafi gott af kökunum. Áðan gaf hún mér brúnköku með rúsínum. Ekki kvarta ég, nú á maður eitthvað til að bjóða gestum og til éta sjálfur í kaffinu.

Það er garanterað að ég tek meira mark á því sem amma mín segir en því sem Solla á Grænum kosti segir. Eins og gárungarnir segja: "Solla á Grænum kosti veit ekki neitt". Því verður hins vegar ekki neitað að amma veit hvað hún syngur enda hefur hún lifað svo lengi. Hún þekkir þetta allt saman.

Svo mætti nefna það að nú hlusta ég mikið á kasettu með subbanum, suddanum og drykkjusvelgnum Elvis Presley. Hann á slatta af frábærum lögum. Einnig vil ég fá að koma því á framfæri að góð munnhörpusóló eru gulls ígildi.