sunnudagur, 30. október 2005

Hugleiðing kl. 2:20 aðfararnótt sunnudags

Mannshugurinn er ótrúlegt fyrirbæri.

Frá fæðingu hugsum við stanslaust til dauða. Heilinn fær aldrei hvíld á þessum tíma. Meira að segja þegar við fokkin sofum eru hugsanir á fullu, á formi drauma. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég hef reynt að taka t.d. einnar mínútu hvíld og hugsa ekkert á meðan. Þetta virðist ekki vera hægt. Þótt maður reyni að hugsa ekkert eru hugsanir í gangi. Það er hægt að hugsa um tómarúm, en það er samt hugsun. Sumar hugsanir eru svo ótrúlega ómerkilegar að það tekur því ekki að hugsa þær. Þetta er galli á mannshuganum.