mánudagur, 11. september 2006

Hæli

Ég lenti á einum frábærum viðmælanda í Gallup í kvöld. Spurt var hvernig fólki þætti allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa staðið sig. Þegar ég spurði um ónefndan ráðherra svaraði viðmælandinn:

"Jesús minn! Það ætti nú að vera búið að setja hann á hæli fyrir löngu!"

Ég er ekki frá því að ég hafi verið algjörlega sammála.