laugardagur, 9. september 2006

Ísköld vatnsgusa beint í andlitið

Meira en áratugur er síðan Liverpool-menn hafa gert meiri væntingar til liðsins en nú. Leikmannahópurinn hefur verið bætur gríðarlega í sumar og hafa menn talað um hagsýnustu kaup deildarinnar (til samanburðar hefur efsta lið deildarinnar, Man. Utd. aðeins keypt einn mann í sumar og það á rúmar 20 milljónir punda, sem er allt allt of mikið fyrir þann mann).

Í hádeginu í dag lék svo Liverpool við nágrannalið sitt og annálað kúkalið, Everton. Liðið tapaði 3-0. Þetta er kaldasta vatnsgusa sem stuðningsmenn Liverpool hafa fengið í andlitið síðan ég veit ekki hvenær.

Væntingar til liðsins fyrir tímabilið hafa nú verið niðurfærðar úr því að spá þeim titlinum og í það að hrósa happi yfir að halda sæti sínu í deildinni.

Ég vona að leikmenn liðsins skammist sín fyrir afglöp dagsins og girði upp um sig brækur fyrir næsta leik og vinni hann sannfærandi.. Annað væri óboðlegt.