laugardagur, 30. september 2006

Minjasafn OR

Í gær fór ég í mína fyrstu vísindaferð í Háskólanum. Farið var í Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur. Þar voru léttar veitingar borðum, drykkjarkyns og matarkyns. Allt afar vel útilátið. Það lá við að maður finndi gamla manninn í sér og færi um þarna fjasandi "Eitthvað hlýtur þetta að kosta! Ekki hefur þetta verið ókeypis! Hver borgar þetta? Almenningur?". Nei, segi svona. Innpakkaðar rækjur gerðu gæfumininn.

Kynningin fór þannig fram að Stefán Pálsson sagði okkur að hann hefði ekki hug á að halda fyrirlestur með Power point og slíku eins og er víst viðtekin venja í svona ferðum. Þessi í stað bað hann fólk bara að spyrja sig ef það væri forvitið um eitthvað tengt safninu. Margir nýttu sér það.

Niðurstaða: Góð ferð.

Einkunn: 9,0.