laugardagur, 21. júní 2003

Hressir krakkar

Það er allt morandi í litlum krökkum sem búa hérna í götunni. Áðan komu tvö þeirra, svona fjögurra eða fimm ára, og bönkuðu upp á. Erindið var að selja móður minni lítið kaffibréf á 150 krónur. Mamma afþakkaði gott boð. Þá sögðu börnin: "Hvað, áttu engan pening?". Mamma: "Jú". Krakkarnir: "Af hverju viltu þá ekki kaupa kaffi?". Sjálfsagt mál að kaupa kaffi ef maður á einhvern pening. Þau hafa sjálfsagt verið að safna fyrir blandi í poka eða einhverju slíku. Svo fimm mínútum seinna komu þau aftur og í þetta skiptið reyndu þau selja mömmu plastglös, sem hún afþakkaði líka. Bölvaður nískupúki, hún móðir mín.