þriðjudagur, 17. júní 2003

Jó, jó, Sigga la fó

Ég fór aðeins niður í bæ áðan. Það var óttaleg vitleysa. Dúndrandi rigning dundi á mér og öðrum þursum. Ég heilsaði upp á Steindór á Mama's Tacos og fékk mér Mama's Quesadillas. Það var dúndrandi gott eins og líklega allt á þessum stað. Svo skildi ég eftir aðeins þjórfé handa Steindóri karlinum. Bara vonandi að þetta hafi borist honum. Þetta var frekar súrt í rigningunni. Svo ætlaði ég nú að kíkja á tónleikana kl.19 þar sem Búdrýgindi spila meðal annarra. Það verður sennilega ekkert úr því. Ég sem ætlaði að fá Jó, jó Sigga la fó og Spilakassi beint í æð. Það hefði nú ekki verið amalegt.