miðvikudagur, 18. júní 2003

Musick

Ég smellti mér út í búð áðan og keypti mér nýjustu plötu Maus, Musick, sem kom út á mánudaginn og er eflaust að seljast eins og heitar lummur. Einnig fjárfesti ég í Hail To The Thief, plötu Radiohead og eiga þessar tvær vafalaust eftir að rúlla í spilaranum næstu daga og vikur.