mánudagur, 2. júní 2003

Vesen með vinnu

Ég fór og talaði við karlinn hjá Gatnamálastjóra í dag. Fyrst var hann búinn að segja mér að ég ætti að byrja 2.júní, sem er í dag, en núna var annað hljóð í honum. Það verður kannski hringt í mig næsta mánudag. Ég ætlaði hvort sem er ekki að byrja fyrr en endurtökuprófin væru búin.