föstudagur, 6. júní 2003

Sesar, garmurinn

Dominos er einhverra hluta vegna vinsælasti pizzastaður á Íslandi. En það er ekki spurning að Little Caesars eru betri en Dominos. Ég fékk mér ljúffenga pizzu frá þeim í gær. Það var hressandi.Þess má til gamans geta að besta pizza sem ég hef fengið var á Höfn í Hornafirði fyrir 2 eða 3 árum, á einhverjum stað sem hét Vitinn eða eitthvað svoleiðis. Það var held ég eini staðurinn á Höfn sem bauð upp á pizzur.

Ég fór í endurtökupróf í lesinni stærðfræði í dag og ég tippa á að ég hafi náð því. Reyndar sleppti ég síðustu síðunni, spurningum 82-100, sem var úr hornaföllum. En ég leysti hitt að mestu leyti.