þriðjudagur, 10. júní 2003

Cos(v) = Sin(v-90°) eða eitthvað

Þá er ég búin í endurtökuprófunum. Ólesna stærðfræðin var snúin en ég er ekki viss um að ná henni, það verður tæpt. Ég gat a.m.k. loksins eitthvað í hornaföllunum. Það var verst með eitthvað helmingalínudæmi, ég var búin að sitja í svona korter og lesa prófið yfir þegar ég fattaði hvernig átti að gera það dæmi, þá voru fimm mín. eftir og ég náði ekki að klára það. Íslenskunni mun ég væntanlega ná.

Þá er það bara sumarfrí. Mig langar að fara til Afríku að spila á bongo-trommur og syngja með einhverjum ættbálki. Það er öllum frjálst að gefa mér miða til Afríku. En það gefst ekki færi til þess því ég byrja að vinna á morgun: sumarFRÍ eins og ég kýs að kalla það.