fimmtudagur, 12. júní 2003

Tónlist í útvarpi

Það var nokkuð gott þegar Radio Reykjavík bættist í útvarpsstöðvaflóruna, aukið úrval af rokki. En sumt á Radio Reykjavík er hundleiðinlegt. Svo er það X-ið. Það verður að teljast uppáhaldsútvarpsstöðín mín, en samt er töluvert af algjöru rusli spilað á þeirri stöð. Það vantar stöð sem spilar bara eðalmúsík. Þá er ég að tala um það besta í dag, ásamt gömlum slögurum. Þar mætti spila Queens Of The Stone Age, System of A Down, White Stripes, Tenacious D, Rammstein, The Hives, Maus o.fl. og þetta gamla mætti vera það besta frá Guns 'n' Roses, Creedence Clearwater, Metallica, Bítlunum, Rolling Stones o.fl. Já, svo ber að nefna þetta nýjasta lag Metallica, St. Anger, sem er endalaust spilað á X-inu. Þetta lag er ekkert nema fjögurra mínútna öskur og misþyrming á hljóðfærum. Það er voðalega erfitt að heyra eitthvað gott við það. Það lítur út fyrir að Metallica sé bara endanlega búin að missa það.

Svo er eitt band sem mig langar að nefna, sem hefur mikið verið hampað, en ekki veit ég fyrir hvað. Það er hljómsveitin Hell Is For Heroes. Mér finnst sú hljómsveit bara hljóma eins og slappt bílskúrsband og ætti hún alls ekki að fá spilun á útvarpsstöðvum. Svo er Linkin Park stundum spilað, það er líka ömurleg hljómsveit. Limp Bizkit er líka prump (það skal þó tekið fram að fyrir þremur árum var ég aðdáandi þeirra). Já, svo er þetta Sum 41 og Blink 182 sem eru líka bara slappar bílskúrssveitir, en fá samt spilun. Marlyn Manson er einnig glataður. En misjafn er smekkur manna.