laugardagur, 23. apríl 2005
Nýtt dagblað
Bjartsýnismenn ætla að stofna nýtt dagblað og mun það koma út frá og með miðjum maí. Því verður dreift ókeypis líkt og Fréttablaðinu. Markmiðin eru þau sömu og Fréttablaðið hafði upphaflega, að skrifa stuttar og hnitmiðaðar fréttir sem fólk getur rennt í gegnum á mettíma.Ef það er pláss fyrir tvö ókeypis dagblöð á markaðnum skal ég Hundur heita.
föstudagur, 22. apríl 2005
Hverjir eru gárungarnir?
Ekki líður sá dagur að fók vitni ekki í gárungana. Gárungarnir segja hitt og gárungarnir segja þetta. Gríðarlegt magn spakmæla er eignað þeim en aldrei fær maður að vita hverjir þessir gárungar eru. Ég ætla að taka dæmi af síðunni gunnarbirgisson.is:
"Mikil bylting hefur átt sér stað í endurbyggingu gömlu gatnanna í Kópavogi á kjörtímabilinu. Um mitt ár 1990 voru um 15 kílómetrar af gömlum götum, sem átti eftir að endurbyggja. Ömurlegt ástand þessara mála í stjórnartíð A-flokkanna þarf ekki að rekja fyrir Kópavogsbúum. Sízt þeim sem við þær hafa búið í áratugi. Loftlínur fyrir rafmagn og síma lufsuðust á gömlum tréstaurum milli forarpollanna á gangstéttarlausum troðningunum, svona eins og vörður yfir fjallvegi í gamla daga. Enda kölluðu gárungarnir þessa staura stundum einkennistré Kópavogs. Miklu fé var svo stöðugt ausið í viðhald á þessum vonlausu götum. A-flokkarnir hreinlega gáfust upp í þessum málaflokki og gekk hvorki né rak hjá þeim. Í kosningabaráttunni 1990 könnuðust þeir enda ekki við það að nokkur Kópavogsbúi hefði óskað eftir aðgerðum í þessum málum, svo mjög voru þeir uppteknir af að leysa daglegan fjárhagsvanda. Á þessu kjörtímabili hafa ellefu kílómetrar af þessum fimmtán verið endurbyggðir. Með sama áframhaldi gæti endurbyggingunni verið lokið um mitt næsta kjörtímabil."
Gunnar minnist ekki orði á það hverjir gárungarnir eru. Hann gerir ráð fyrir að lesandinn viti það, eins og svo margir.Eina sem ég get gert er að giska. Ég giska á að þessir kónar úr Prúðuleikurunum (ens. Muppet Show) séu gárungarnir.
Þeir sitja alla daga þarna uppi á svölunum og velta fyrir sér gangi mála í heiminum og senda síðan frá sér yfirlýsingar til fjölmiðla og að sjálfsögðu til múgsins á formi spakmæla.
miðvikudagur, 20. apríl 2005
Buxnalaus róni
6.bekkur dimmiteraði í dag. Við Jósi vorum á Austurvelli með þeim. Rónar fóru fljótlega að safnast að í von um áfengissopa. Sá að sumir gáfu rónum óupptekna bjóra svo þeir komust sannarlega í feitt. Einn róninn átti ekki belti og missti allt í einu niður um sig buxurnar þegar hann var að rausa við 6.bekkinga sem sátu á bekk. Þá fóru allir að hlægja að honum en hann vissi ekkert að hverju fólkið var að hlæja og tautaði þvoglumæltur: "Af hverju eruði að hlæja að mér?". Eftir nokkrar mínútur áttaði hann sig á buxunum á hælunum og hysjaði þær upp um sig og fór.Íhaldssamur páfi
Samkvæmt fréttum fordæmir Benedikt XVI, nýkjörinn páfi:- Samkynhneigða
- Femínista
- Allar aðrar kirkjudeildir en þá kaþólsku
- Rokktónlist
- Gyðinga
Já, hann þykir íhaldssamur karlinn. Nú bíð ég eftir að sjá næsta páfa á eftir honum, íhaldssaman blökkumann sem rekur hóruhús í Bangkok, á 17 konur, vill að konur missi kosningaréttinn og fordæmir börn og unglinga.
þriðjudagur, 19. apríl 2005
Hlátrasköll á slysadeildinni
Fjölskyldulæknirinn leit á ökklann eftir slysið á föstudaginn. Hann sendi mig beint á slysadeildina. Þar var ég spurður hvað hefði komið fyrir. Ég svaraði niðurlútur: "Ég snéri mig í snú snú í skólanum". Hló þá læknir tröllslega og spurði hvort ég væri nú ekki vaxinn upp úr því. "Nei, það virðist ekki vera" svaraði ég. Eftir þessar hrakfarir ætla ég samt að láta mér segjast og leggja bandið á hilluna. Ökklinn var röntgenmyndaður og reyndist ekki brotinn, bara mjög illa tognaður.Ekki glens og ekki grín
Veðrið er allgott í dag. Sól skín og flestir eru hressari en venjulega og fá sér jafnvel ís. En það þarf meira til að hressa mig í dag en flesta aðra daga. Ástæður:- Ónýtur ökkli. Ég haltra áfram og ferðahraðinn er minna en helmingur þess sem hann er venjulega. Sérstaklega gremst mér að sjá gamlar konur með þunga poka og töskur ná mér og stinga mig síðan af.
- Kvef.
- Ofgnótt af heimanámi. Skalinn er sprengdur í hverju einasta fagi núna. Verkbækur, skýrslur, próf.
föstudagur, 15. apríl 2005
Að snúa sig í snú snú
Föstudagur. Partý. Þetta var frekar slappur skóladagur. Síðasti tími var drepleiðinlegur. Kennarinn alls ekki í essinu sínu. Eftir skóla fór ég með bekkjarbræðrunum Guðmundi og Jósepi í Hallann. Stelpurnar í bekknum (þ.e. 90% bekkjarins) voru í leikfimi, þær eru alltaf einum tíma lengur en við á föstudögum út af leikfiminni. Þær voru úti í snú snú. Nafni fékk skyndilega þá hugmynd að við skyldum vera með í snú snú. Og hvað? Við fórum í snú snú. Sippi sippi sipp. Tveir að hoppa yfir bandið í einu. Hundakúnstir. En allt í einu bamm! Képpinn misstígur sig feitast og skellur í malbikið. Sársauki. Þátttöku minni í leiknum var lokið. Hökti að Íþöku og settist við vegginn. Tilvonandi læknar bekkjarins sýndu mikla vorkunn og sóttu kælipoka. Síðan hef ég verið haltur. Nú er ég kominn með teygjubindi um ökklann og hökti um á hækjum því fóturinn er orðinn stokkbólginn og miklu verri en hann var fyrst á eftir. Tók Voltaren Rapid verkjartöflu áðan sem gerði ekki rassgat gagn.
Sérfræðingurinn móðir mín segir að fótbrot sé hugsanlegur möguleiki. Ég er sammála því vegna þess að verkurinn og bólgan eru "fokk ees" mikil. Fjölskyldulæknirinn verður kallaður til við tækifæri.
Niðurstaða:
Luftgitar, ég dansa ekki. Stelpur dansa.
Luftgitar, ég sippa ekki. Stelpur sippa.
Þetta eiga menn að vita. Ég virti ekki þessar einföldu reglur og get sjálfum mér um kennt að vera draghaltur. Djöfulsins hálfvitaskapur.
fimmtudagur, 14. apríl 2005
Lýsarnir á Sky
Þeir eru nú ekki dónalegir, guttarnir hjá Sky maður. Þessi ómetanlegu orð létu þeir fjalla í myndveri í hálfleik í leik Juventus og Liverpool, þar sem þeir héldu greinilega með Liverpool, en staðan var 0-0 í hálfleik og Liverpool í ágætis málum:Gaur 1: "So far so good"
Gaur 2: "So far, so very good!"
Mikill meistari, Gaur 2. Þessir fótboltaspekingar eru oft svo frábærir af því að þeir vita ekkert en þykjast hafa vit á fótbolta.
miðvikudagur, 13. apríl 2005
Juventus 0 - 0 Liverpool
Sjaldan hefur verið meiri gleði með 0-0 jafntefli. Kannski að blaðamaður Fréttablaðsins taki til baka fádæma heimskuleg skrif sín um að Juventus væri með pálmann í höndunum fyrir seinni leikinn.
Ég og fleiri spurðum okkur:
Hvernig í andskotanum getur lið sem tapar 2-1 verið með pálmann í höndunum? LIÐIÐ TAPAÐI, FÍFLIÐ ÞITT. Vona að þessi blaðamaður lesi þetta.
Lélegur leikur en Liverpool fór áfram og það er fyrir öllu.
Dýr dagsins
Ég, Holsep og GmP fluttum fyrirlestur í líffræði í dag. Kómódódrekinn kom við sögu. Nú er kómódódreki orðinn uppáhalds dýrið mitt af því að hann er töff og borðar stundum menn og villisvín og spyr engan um leyfi.
Mynd tekin af Vísindavefnum.
föstudagur, 8. apríl 2005
Kannabisamma
Fjallað er um kannabisömmu á mbl.is sem bakar kökur með kannabis og gefur kátum krökkum, kerlingum og körlum.Vona að amma mín noti ekki kannabis í sínar kökur. Þá væri ég í kúknum.
fimmtudagur, 7. apríl 2005
Alpageitur á Íslandi?
Keyrði út í búð áðan. Um leið og ég var kominn út úr innkeyrslunni og hjólin farin að snúast heyrði ég klingjandi bjölluhljóm. Hljómurinn hélt áfram alla leiðina. Mér fannst ég vera geitasmali í Ölpunum að reka geiturnar mínar inn í gerðið. Bjöllurnar um hálsinn á þeim klingdu á meðan þær valhoppuðu kátar í áttina að gerðinu og ég blístraði lagstúf og gekk á eftir með prikið mitt og alpahúfuna.Síðan var ég vakinn upp af værum draumi. Helvítis púströrið á bílskrjóðnum morknaði endanlega í sundur og féll á planið við búðina. Karlinn ekki sáttur. Klingjandi bjölluhljóðin sem ómuðu á meðan ég ók höfðu þá alls ekki verið geiturnar mínar heldur eitthvað ryðgað drasl að villa á sér heimildir. Lagði bílnum í stæði og systir mín sem var með í för fór og sótti draslið og henti því í skottið.
Nýr bíll? Móðir, hvernig er það?
Skólakosningar - spáð um úrslit
Endilega ekki líta á hæfni frambjóðenda, kjósið stelpur bara af því að þær eru stelpur og það vantar stelpur. Þ.e.a.s þær stelpur sem nefna þessi rök í kosningagrein sinni. Þoli ekki svona bull. Það á að fara eftir hæfni ekki kynferði þegar kosið er, hálfvitar.Hér er mín spá fyrir það helsta á vegum Framtíðarinnar (væntanlegir sigurvegarar feitletraðir):
Forseti Framtíðarinnar (eitt sæti) :
Fannar Freyr
Jón Eðvald
Stjórn Framtíðarinnar (fjögur sæti):
Agnar Darri
Anna Katrín
Bára Dís
Erla
Gunnar Örn
Lena
Magnús Þorlákur
Vala Margrét
Þóra
Forseti Vísindafélagsins:
Einar Búi
Daníel Þröstur
Tímavörður:
Anna Beta
Særún Ósk
Kristín
Svo ætla ég að enda þetta á áróðri: Kleinukappana í félagsheimilisnefnd, Sigurð í Inspector og Huldu í Collega.
miðvikudagur, 6. apríl 2005
Óslípaður demantur
Luis Garcia er svakalegur fótboltamaður. Rosalegt, mark hans á móti Juventus í gær. Horfði á leikinn á Glaumbar ásamt pædagogen. Liverpool höfðu Juve í rassvasanum í fyrri hálfleik og skoruðu tvö gegn engu. Hefðu vel getað smellt því þriðja og slegið ítalagerpin út af laginu strax í fyrri hálfleik. En ítalirnir komu einbeittari í seinni hálfleik og tókst að skora. Lokatölur: 2-1. Það þýðir í rauninni að staðan er 0,9-0 fyrir Liverpool fyrir seinni leikinn vegna þess að mark á útivelli er svo drjúgt.Þeir taka gerpin 2-1 á Ítalíu næsta miðvikudag og þá er þetta komið.
þriðjudagur, 5. apríl 2005
sunnudagur, 3. apríl 2005
Arnaraugu
Í gær var mjög góð skemmtun MR-inga í sal nokkrum. Ég var edrú og akandi á Ingunnarwagon eins og hann er kallaður. Pústið er að hrynja núna held ég svo það hljóma stundum skruðningar þegar ekið er. Bjórkvöldin eru stundum hrottalega léleg en þetta var fínt. Það er ekkert gefið að þau séu skemmtileg þótt drukkið sé. Kosturinn við að vera edrú er sá að minni hætta er á að missa út úr sér einhverja vitleysu.Sat samt bara á sama stólnum við sama borðið næstum allan tímann. Það var líka ágætis stemming við þetta borð. Skimaði yfir salinn með arnaraugum og sá sveiflu í hverju horni. Maður er farinn að bera svo gott skynbragð á svona skemmtanir, sér hvenær er sveifla og hvenær ekki. Nú mættu margir, sjálfsagt af því það var frítt og til að taka á því í síðasta sinn fyrir próf.
Besti knattspyrnudómari heims heitir Pierluigi Collina. Hann er einmitt með arnaraugu. Hann getur séð mýs úr 200 m hæð. Aldrei bregst honum bogalistin í dómarabúningnum. Svo þora menn ekkert að rífa kjaft við hann. Það er nóg að hann horfi á þá, þá halda þeir kjafti og spila prúðmannlega. Ekki þori ég að rífa kjaft við þennan mann.
Heyrðu, heldurðu ekki að képpinn sé kominn með miða á Franz Ferdinand. Skifan.is og ekkert vesen.
laugardagur, 2. apríl 2005
Ef hún bara vissi
Amma hélt einn af pistlum sínum áðan: "Það er svo mikil andskotans vitleysa að reykja og drekka. Guðmundur minn, ég vona að þú gerir það ekki. Það er peningasóun. Ég er búinn að lifa miklu lengur en þú og ég veit það. Það er kannski í lagi að fá sér einn bjór á ári eða eitthvað svoleiðis, ég meina, ég hef stundum fengið mér einn bjór úti á Kanarí með afa þínum EN EKKI MEIRA, og þá bara léttan, þessir sterku eru svo vondir. Þegar þeir eru orðnir tveir og þrír og fjórir og fimm eru peningarnir fljótir að fara."Kostuleg.
Já, jæja, ég reyki þó ekki.
föstudagur, 1. apríl 2005
Cheers og Our Man in Havana
Cheers eru skrambi góðir þættir sem Skjár einn sýnir nú en þeir voru sýndir á RÚV á árum áður. Verst að ég missi næstum alltaf af þeim. Maður er soddan hálfviti sko. Man ekkert sjónvarpsdagskrána.Our Man in Havana er frábær bók. Besta atriðið í sögunni er tvímælalaust þegar aðalpersónan og vinur hans, læknirinn, fara inn á bar. Læknirinn er blindfullur og nýbúinn að vinna í lottó og gefur sig á tal við mann inni á barnum. Hann segir manninum að hann sé svo lélegur að hann hljóti að vera ímyndun sín. Læknirinn segist hafa svo lélegt ímyndunarafl þegar hann er fullur og út komi þessi ömurlegi maður sem vinnur sem fasteignasali og heitir Harry "fokk hvað þú ert lélegur, fasteignasali, býrð í Miami og heitir Harry, ömurlegt nafn. Ef vinur minn hefði ímyndað sér þig værirðu pottþétt eitthvað frumlegt eins og bissnisskarl frá Evrópu og hétir Pennyfeather". Síðan sagðist hann ætla út af barnum til að ímynda sér skárri mann og koma til baka þegar hann væri búinn að því.
Hló töluvert að þessu atriði, sem er lýst mun betur í bókinni og mæli ég með að fólk lesi hana.